EGGERT PÉTURSSON
LISTAMAĐURINN
MOLAR

Íslenskt birki

Olíumálverk af íslensku birki eftir Eggert Pétursson er međal verka sem bođin verđa upp 20. nóvember til styrktar Barnaheillum. Verkin eru sýnd hjá Sćvari Karli frá 4. nóvember.
Hátíđ trjánna 2008. » 

Tilnefning Myndstefs

Eggert Pétursson var tilnefndur til Myndstefsverđlaunanna 2008 „fyrir olíumálverk sín af fíngerđum blómum og öđrum gróđri úr íslensku jurtaríki sem draga á sérstakan hátt fram dulmagn hins smáa međ efniskenndri málunartćkni og ofurraunsćrri litanotkun“.
Myndstef, 30. júlí 2008. »

Ritsafn Steinars

Eggert var einn af 23 listamönnum sem skreyttu ritsafn Steinars Sigurjónssonar.
Ormstunga.is, 9. mars 2008. »

Eggert málar fiđrildi

Kastljósiđ sýndi á ţremur mínútum ţegar Eggert málađi olíumálverk af fiđrildi til styrktar Unifem.
Kvikmynd.is, 6. mars 2008. » 

Óslitinn hringur
"Eftir vetur kemur vor, síđan sumar, haust og aftur vetur. Af gróđrinum lesum viđ framrás tímans. Sortulyngiđ ber blóm ađ vori. Blómiđ verđur ađ beri sem ţroskast yfir sumartímann og um haustiđ er beriđ orđiđ skćrrautt. Lyngiđ dvelur undir snjónum og birtist aftur vorgrćnt og blómgast á ný. Frćin skjóta rótum. Lífskeđjan er óslitinn hringur." Texti Eggerts sem fylgdi Kćrleikskúlunni 2007. »

Langt ferli
„Alls konar hugmyndavinna á sér stađ áđur en ég byrja ađ mála mynd. Ég sest ekki fyrir framan trönurnar og byrja einhvers stađar. Ţetta er langt ferli. Ég leita ađ ákveđnum blómategundum, mynda ţćr og skođa, ekki beinlínis til ađ fara eftir ţeim heldur til ađ muna hvernig ţćr eru. Svo teikna ég skissu og skrifa mikiđ hjá mér í nótubćkur. Útlit myndarinnar er ekki fullmótađ í huga mér áđur en ég byrja ađ mála. Ţetta er dálítiđ eins og mataruppskrift. Ţađ eru ákveđnir hlutir sem ţarf ađ setja í myndina og litir og tegundir ţurfa ađ fara saman,“ sagđi Eggert í viđtali í Blađinu, 12. september 2007.

Án titils
Hvers vegna gefur Eggert myndunum ekki nöfn? „Málverk er málverk, ekki blóm. Ţó málverkin mín sýni ákveđnar blómategundir og ég reyni ađ vera trúr öllum grasafrćđilegum smáatriđum eru ţetta ekki blómin sjálf. Mér finnst líka nafn loka á margvíslega tilfinningalega upplifun, ţađ beinir verkinu í ákveđinn farveg ţegar ég er ađ reyna ađ halda öllu opnu. Ţađ er nóg ađ fólk ţekki blómin í verkum mínum, ég ţarf ekki ađ segja ţví hvađ ţau heita og enn síđur í hvađa stellingar á ađ setja sig til ađ horfa á ţau,“ segir Eggert.

Einstök túlkun
Í umsögn dómnefndar hinna virtu Carnegie-verđlaun 2005-2006 sagđi  ađ verđlaunin vćru veitt fyrir einstaka túlkun Eggerts á gróđri jarđar, verk hans virtust óraunveruleg í fjarlćgđ en í nálćgđ mćtti sjá plöntur og blóm sem vćru máluđ af mikilli nákvćmni.

Tungumál listarinnar
„Mér finnst íslensku plönturnar vera ađ mörgu leyti eins og íslenska tungan. Íslendingar ţekkja sína flóru. Ég nota flóruna í minni list alveg eins og íslenskir rithöfundar skrifa á íslensku. Ţó er blómaformiđ kannski mun betri leiđ til ađ ná til umheimsins,“ sagđi Eggert í viđtali í Lesbók Morgunblađsins, 30. júní 2001.

Allt selt
Ţegar Eggert hélt einkasýningu í Reykjavík sumariđ 2001 keypti erlendur málverkasafnari öll verkin nema tvö. Ţau voru seld áđur.

Heilt ár
Í blađaviđtölum hefur Eggert sagt ađ hann sé mjög lengi ađ mála hvert málverk. Hann vann viđ eitt verk í heilt ár, án ţess ađ mála neitt annađ. Ţađ er nú í eigu Listasafns Íslands.

Stysta sýningin?
Ţegar Eggert sýndi í Rauđa húsinu á Akureyri sumariđ 1982 stóđ sýningin ađeins í tvćr klukkustundir, frá kl. 20 til kl. 22 á fimmtudagskvöldi. »

Merkt aftan á
Eggert áritar málverkin alltaf aftan á strigann. Hann segir ađ sér leiđist áritanir framan á málverkum og finnist ţćr skemma verkin.

Tengsl viđ móđur náttúru
Í umsögn um fyrstu einkasýningu Eggerts, áriđ 1980, sagđi Bragi Ásgeirsson: „Ástćđa er ţó til ađ óska hinum unga manni alls góđs í framtíđinni og vonandi heldur hann jafnan vakandi tengslum viđ móđur náttúru.“ »

Teikniverđlaun tólf ára
Eggert fékk verđlaun í teiknimyndasamkeppni skólabarna í Reykjavík  um fegrun umhverfisins. Ţá var hann 12 ára. Í viđtali í Morgunblađinu sagđi hann: „Mér finnst ađ ţađ eigi ađ leggja áherslu á ađ ganga ekki á blómum og skrautreitum.“ Á verđlaunamyndinni voru blóm. »  »
 

15.02.2009